Fræðslunefnd hjúkrunarráðs með kynningar um miðlægan gagnagrunn
Fræðslunefnd hjúkrunarráðs stendur fyrir kynningum á miðlægum gagnagrunni í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu í mars og apríl 2001. Kynningarnar eru ætlaðar starfsfólki hjúkrunarsviðs.
Hjúkrunarfræðingarnir Gyða Björnsdóttir og Ingibjörg Þórhallsdóttir kynna gagnagrunnsverkefnið sem LSH og ÍE er nú í samningaviðræðum um. Þær eru báðar sérfræðingar á gagnagrunnssviði Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta er almenn kynning á uppbyggingu og notkun gagnagrunnsins, hvernig hann tengist starfsemi á stofnuninni og hvaða áhrif og ávinning tilkoma gagnagrunnsins gæti haft á starfsemina, fyrir heilbrigðiskerfið, vísindasamfélagið og almenning. Fulltrúar Íslenskrar erfðagreininar svara spurningum að lokinni kynningu og taka þátt í umræðum um verkefnið.