Meira en 1000 þátttakendur á læknaþingiYfir 1000 þátttakendur frá 42 löndum verða á norrænu þingi svæfinga- og gjörgæslulækna á Hótel Nordica í Reykjavík 29. júní til 3. júlí 200527.06.2005Gjörgæsla og svæfingForsíðufréttirLækningarForsíðufréttirGjörgæsla og svæfingLækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Meira en 1000 þátttakendur á læknaþingi Þing norrænu svæfinga- og gjörgæslulæknasamtakanna verður haldið á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 29. júní til 3. júlí 2005. Heimasíða ráðstefnunnar - smellið hér.Þetta er eitt fjölmennasta læknaþing sem haldið hefur verið hérlendis með um 1040 þátttakendum frá 43 þjóðum í öllum heimsálfum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins, frá 12 löndum og verða fluttir fyrirlestrar að jafnaði í 6 fyrirlestrasölum samtímis. Samhliða verður viðamikil sýning á nýjungum tengdum svæfinga- og gjörgæslulækningum frá á fjórða tug fyrirtækja. Mjög margt áhugavert verður í boði en aðstandendur þingsins viekja sérstaklega athygli á eftirfarandi:Kælimeðferð: Flutt verða fjölmörg erindi um kælimeðferð eftir hjartastopp en sú meðferð hefur sýnt sig bjarga fjölda mannslífa. Jafnframt verður rætt um rannsóknir sem fara fram á kælimeðferð í sambandi við heilaáverka. Sýklasótt: Sýklasótt (sepsis), áður nefnd blóðeitrun er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til samanburðar má nefna að á vesturlöndum látast fleiri úr sýklasótt en samtals úr brjósta- og ristilkrabbameinum. Í gangi er alþjóðlegt átak (Surviving Sepsis Campaign) þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. Fluttir verða fjöldi fyrirlestra um þetta efni. Setningarathöfn þingsins verður á fimmtudeginum, kl. 17:15 og mun forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verða viðstaddur.Forseti þingsins er Gísli H. Sigurðsson prófessor, framkvæmdastjóri er Alma D. Möller yfirlæknir svæfingalækninga á Landspítala Fossvogi og gjaldkeri Gísli Vigfússon yfirlæknir svæfingalækninga á Landspítala Hringbraut. Þingið er haldið í samvinnu við ferðaskrifstofuna Íslandsfundir en Landspítali - háskólasjúkrahús er meðal styrktaraðila þingsins.