Linn Getz ráðin trúnaðarlæknir
Linn Getz læknir hefur ráðin trúnaðarlæknir Landspítala - háskólasjúkrahúss og hefur störf 1. júní næstkomandi. Hún verður starfsmaður á skrifstofu starfsmannamála og vinnur þar í nánu samstarfi við starfsmenn deildar um heilsu, öryggi og vinnuumhverfi. Auk þess tekur hún þátt í heilbrigðiseftirliti starfsmanna ásamt hjúkrunarfræðingi á því sviði.
Fjölmargt sem tengist heilsu, öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna er til endurskoðunar á spítalanum og verður hlutverk nýs trúnaðarlæknis mótað í tengslum við það.
Linn Getz er frá Noregi en hefur verið búsett hér á landi í 6 ár. Hún hefur stundað heimilislæknisfræði í Noregi og geðlæknisfræði á Íslandi og verið virk í að móta hugmyndafræði fyrir heilsugæslu í Noregi en jafnframt látið siðfræði og heimspeki í læknisfræði til sín taka.