Vífilsstaðir geta varla talist meira en fokheldir nú um stundir en búið er að hreinsa nánast allt laust og fast út úr gamla spítalanum, fjarlægja lagnir og brjóta skilrúm og innréttingar. Þrátt fyrir það er leitast við að halda eins og kostur er fornfrægu yfirbragði hússins. Hrafnista hefur tekið húsnæði spítalans á leigu til að reka þar um 50 rúma hjúkrunarheimili. Þegar vel var að gáð kom hins vegar í ljós að húsið var í mjög slæmu ástandi og því varð ekki hjá því komist að fara í mjög umfangsmiklar endurbætur. Unnið verður að þeim nú síðari hluta ársins. Þegar þeim lýkur má segja að Vífilsstaðir verði nýtt hús að innan, hið ytra verður enga breytingu að sjá. Svona var umhorfs á Vífilsstöðum í veðurblíðunni 16. júlí 2003.
Fullir ruslagámar utan við Vífilsstaði vitna um niðurrif innanhúss til undirbúnings endurreisn sem fer að hefjast. |
Svona er umhorfs í flestum rýmum gömlu glæsibyggingarinnar að Vífilsstöðum. Búið að rífa burt ofna og brjóta veggi..... en ........ |
.....hornsteinninn sem lagður var 1909 stendur samt óhaggaður, eins og Vilhjálmur Ólafsson umsjónarmaður húsanna að Vífilsstöðum bendir á. |
Og á Vífilsstaðatúninu var verið að snúa, enda brakandi þurrkur. |