Gyða Baldursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á bráðamóttöku og formaður hjúkrunarráðs LSH, hefur verið ráðin til að stýra framkvæmd stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Ráðningin er á grundvelli auglýsingar um stöðuna og viðtals og tekur gildi frá og með 1. maí 2006. Í samræmi við stefnu í starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH verður stofnað starfsþróunarráð sem samhæfir og styður við starfsþróun. Gyða mun starfa náið með starfsþróunarráði að framkvæmd stefnunnar. Gyða Baldursdóttir lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og MSc gráðu frá sama skóla árið 2000. Jafnframt hefur hún sótt fjölda námskeiða og ráðstefna í tengslum við starf sitt. Gyða hefur margra ára starfsreynslu við hjúkrunarstörf, bæði sem hjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Hún hefur verið hjúkrunardeildarstjóri á bráðamóttöku við Hringbraut frá stofnun hennar 1987. Jafnframt hefur hún ásamt starfi sínu á LSH kennt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands um árabil. Gyða hefur verið formaður hjúkrunarráðs LSH frá árinu 2002. |
Stýrir framkvæmd stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH
Gyða Baldursdóttir hjúkrunardeildarstjóri og formaður hjúkrunarráðs hefur verið ráðin til að stýra framkvæmd stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH.