"Heilsuhagfræðilegir þættir nýrnaígræðslu á Íslandi" er yfirskrift málþings á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Tryggingastofnunar ríkisins sem haldið verður í Hringsal, Landspítala Hringbraut, fimmtudaginn 10. maí 2007, kl. 14:00 til 16:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Árið 2003 var ákveðið að flytja alla þætti nýrnaígræðslu til Íslands en áður þurftu sjúklingar með lokastigsnýrnabilun að gangast undir slíka aðgerð erlendis þótt undirbúningur og eftirmeðferð færu fram hérlendis. TR og LSH hafa í sameiningu kannað heilsuhagfræðileg áhrif þess að flytja þessa meðferð til Íslands og verða fyrstu niðurstöður þeirrar athugunar kynntar á málþinginu.