Gunnhildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir hefur verið ráðin deildarstjóri dagdeildar krabbameins- og blóðlækninga 11F frá 1. desember 2001. Gunnhildur er ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands 1976, hjúkrunarfræðingur frá Nýja hjúkrunarskólanum 1981 og hefur viðbótarnám í krabbameinshjúkrun I, II og III frá hjúkrunarfræðideild H.Í. Hún hefur starfað víða sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en lengst af á Landspítalanum við hjúkrun sjúklinga með krabbamein, s.l. ár sem deildarstjóri á göngudeild 11F og legudeild 11E. Gunnhildur hefur setið í stjórn fagdeildar hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga síðan í mars 2000.
Deildarstjóri á deild 11G á Landspítala Hringbraut
Ingibjörg Fjölnisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri blóðlækningadeildar 11G frá 11. desember 2001. Ingibjörg útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1982 og lauk BS-námi fyrir hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands 1999. Hún hefur starfað við hjúkrun sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma m.a. á deildum A7, 11E og var deildarstjóri krabbameinsdeildar kvenna 21A í 6 ár. Ingibjörg sat í stjórn fagdeildar hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga árin 1997-2000.
Deildarstjóri á deild 11E á Landspítala Hringbraut
Lilja Arnardóttir hjúkrunarfræðingar hefur verið ráðin deildarstjóri á krabbameinslækningadeild 11E frá 1. janúar 2002. Lilja útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1981, hefur gjörgæslunám frá Nýja hjúkrunarskólanum síðan 1988 og lauk BS-námi fyrir hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands 2000. Hún starfaði lengi á handlækningadeild og gjörgæsludeild Landakotsspítala og síðar við Sjúkrahús Reyjavíkur og LSH við hjúkrun sjúklinga á þvagfæraskurðdeildum, lengst af sem aðstoðardeildarstjóri. Lilja hefur verið varaformaður fagdeildar hjúkrunarfræðinga tengdri þvagfærahjúkrun frá október 2000, hún hefur einnig átt sæti í hjúkrunarráði Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala - háskólasjúkrahúss.