Hjúkrunarnemar frá PACE háskólanum í New York, sem komu til árlegrar námskynningar hingað til lands vorið 2006, ljúka lofsorði á fagmennsku á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Um 18 hjúkrunarnemar frá PACE hafa komið árlega í námskynningu til Íslands á vegum hjúkrunarfræðideildar H.Í., nú síðast nú í vor.
Meðal annars hafa þeir komið á LSH og dvalið einn dag á sjúkradeild eða séreiningu eftir áhugasviði hvers nemanda, fengið kynningu á spítalanum og heimsótt Barnaspítala Hringsins.
Almenn ánægja hefur verið með þessi tengsl meðal nemenda og deilda.
Matið sem nemendur gáfu nú í vor var einstaklega gott en það var tekið saman af David Ekstrom kennara við PACE og fararstjóra í heimsóknunum:
"Overall, the students raved about their clinical experiences—in fact, most said it was the highlight of the trip. Nearly all said there should be more clinical time. They all felt welcomed (something they do not always feel as nursing students in New York!) and each one said they learned a lot. Their journals showed a lot of reflection and comparing of nursing in Iceland and the USA. One common thread among the stories was that the staff (nurses and doctors) appeared to be very caring and attentive to each patient—this is something they found surprising, since their perception is that this is not done so much in the USA. They also commented frequently about the high quality of care in Iceland."