Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin innlagnastjóri á LSH frá og með 1. september til tveggja ára. Innlagnastjóri ábyrgist skipulag og framkvæmd við innlagnir í samstarfi við stjórnendur legudeilda og sérgreina. Innlagnastjóri veitir forystu útskrifta- og öldrunarteymi sem hefur yfirsýn yfir flæði sjúklinga á LSH. Hildur lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1985, meistaranámi í hjúkrun frá University of Calgary 1989 og meistaranámi í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla Íslands í júní 2007. Starfsvettvangur Hildar hefur lengst af verið á sjúkrahúsunum í Reykjavík; fyrst Borgarspítala, þá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Ríkisspítölum og Landspítala-háskólasjúkrahúsi þar sem hún veitti lyflækningadeild A-7 forstöðu frá 1998 til 2003. Þá tók hún við starfi hjúkrunarforstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hildur hefur víðtæka klíníska reynslu, stjórnunarreynslu og kennslureynslu en hún kenndi um árabil við hjúkrunarfræðideild HÍ og við heilbrigðisdeild HA. |
Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur ráðin innlagnastjóri á LSH
Ráðningin gildir frá 1. september 2007 til tveggja ára.