Ráðin sviðsstjóri skurðlækningasviðs
Elín J.G. Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hjúkrunar á skurðlækningasviði. Hún útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hjúkrun frá H.Í. árið 1982, M.Sc. í hagfræði frá sama skóla árið 1995 og lýkur M.Sc. gráðu í heilsuhagfræði frá háskólann í York á Englandi í haust.
Elín hefur starfað við hjúkrun á Landspítalanum nær óslitið frá árinu 1982, fyrst sem hjúkrunarfræðingur, síðar deildarstjóri á handlækningadeild, hjúkrunarframkvæmdastjóri á krabbameinslækningadeild, sviðsstjóri á fræðasviði og nú síðast á árunum 1997-2000 sviðsstjóri á handlækningasviði. Hún hefur jafnframt sinnt stundakennslu í námsbraut í hjúkrunarfræði við H.Í. frá árinu 1983.
Elín hefur sérstakan áhuga fyrir aðferðum til að meta árangur meðferðar, lífsgæði og valkosti heilbrigðisþjónustu.
Elín tekur við starfinu af Elsu Friðfinnsdóttur sem hefur fengið leyfi frá því til að verða aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þar til Elín kemur til starfa 15. október gegnir Kristín Sóphusdóttir sviðsstjórastarfinu á skurðlækningasviði.