Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið afhenti nýverið styrki til umbótaverkefna í heilbrigðiskerfinu. Umsækjendur voru 36 en veittir voru 13 styrkir að þessu sinni. Þetta er í þriðja sinn sem ráðuneytið veitir slíka styrki.
Styrkþegar frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi:
- Áslaug Ólafsdóttir félagsráðgjafi fyrir verkefnið "Uppbygging meðferðarúrræða fyrir átröskunarsjúklinga ", 300.000.- kr .
- Ágústa B Herbertsdóttir hjúkrunarfræðingur á hag- og upplýsingasviði, Ingibjörg Richter kerfisfræðingur á upplýsingatæknisviði og Helga H. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á hag- og upplýsingasviði fyrir verkefnið "Rafrænt gæðaeftirlit með gögnum úr sjúklingaflokkunarkerfi í hjúkrun á LSH", 200.000.00 kr.
- Kristín Jónsdóttir gæðastjóri á sýklafræðideild LSH, í samvinnu við Karl Kristinsson yfirlækni á sýklafræðideild og Ingibjörgu Hilmarsdóttur sérfræðing á sýklafræðideild fyrir verkefnið "Undirbúningur að faggildingu", 400.000.00 kr.
Á upplýsingavef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis er birtur heildarlisti yfir styrkþega og verkefni.