Niels Chr. Nielsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður lækningaforstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss til 5 ára. Hann hefur verið forstöðulæknir skurðlækningasviðs í Fossvogi síðan 1994. Niels er svæfingalæknir og hefur undanfarin ár starfað á Sjúkrahúsi Reykjavíkur/Borgarspítalanum en var áður á Landakoti. Hann lauk á síðastliðnu vori námi í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana á vegum Endurmenntunarstofnunar. Starfsvettvangur aðstoðarmanns lækningaforstjóra verður allur spítalinn, Landspítali - háskólasjúkrahús en Niels verður með aðsetur í Fossvogi. Lækningaforstjóri hefur hins vegar aðsetur á Eiríksstöðum.
Eíríkur Jónsson yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild tekur við af Niels sem forstöðulæknir skurðlækningasviðs í Fossvogi.