Hjúkrunar- og lækningaforstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa orðið sammála um að eftirfarandi reglur gildi um merkingar sjúklinga á sjúkrahúsinu:
1. Allir sjúklingar sem til LSH leita skulu merktir. Er þetta gert í því skyni að auka öryggi þeirra.
2. Merkja skal sjúklinga strax við komu. Setja skal úlnliðsband á hægri úlnlið sjúklinga sem fara í skurðaðgerð og merkt aukaúlnliðsband skal fylgja sjúklingi á skurðstofu. Reynist af einhverjum ástæðum nauðsynlegt að fjarlægja úlnliðsband skal strax setja nýtt, annað hvort á úlnlið sjúklings eða ökkla. Ef ógerlegt reynist að merkja sjúkling skal ástæðu þess getið í gögnum hans.
3. Merkja skal sjúklinga á göngudeildum fari þeir í einhverja ífarandi meðferð eða rannsóknir.
4. Undanþegnir meginreglu um merkingar sjúklinga á LSH eru;
a. Sjúklingar er sækja þjónustu á göngudeild dvelji þeir þar skemur en 2 klukkustundir og fari ekki út af deild til rannsókna/aðgerða.
b. Sjúklingar á öllum deildum geðsviðs.