Dr. Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns við Rannsóknastofnun Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss í hjúkrunarfræði. Helga lauk BSc prófi frá Háskóla Íslands 1986, meistaraprófi í barnahjúkrun og stjórnun frá University of Iowa 1997 og doktorsprófi með áherslu á stjórnun í hjúkrun frá sama skóla árið 2004. Helga hefur reynslu af klínískri hjúkrun, stjórnun, kennslu og rannsóknum hérlendis og í Bandaríkjunum. Forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði annast daglegan rekstur stofnunarinnar skv. reglum hennar og vinnur að því að stofnunin ræki hlutverk sitt sem lýtur að rannsóknum í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði (http://www.hjukrun.hi.is/page/hjfr_rannsoknastofnun). Meginverkefni stofnunarinnar er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði er samstarfsverkefni hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og skrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss en heyrir undir hjúkrunarfræðideild þar sem hún er til húsa í Eirbergi við Eiríksgötu 34. Sími Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er 525 5280. Netfang forstöðumanns er helgabra@hi.is. Við stofnunina starfar einnig Lára Kristín Sturludóttir verkefnastjóri lks@hi.is í 10% starfi. |
Ráðin forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH
Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH.