Mánudagur 9. maí til föstudags 13. maí
Veggspjaldasýning:
Hin ýmsu andlit hjúkrunar.
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður kynna þætti úr þjónustu sinni.
Sýning á fjölsóttum svæðum og fyrir utan deildir í hinum ýmsu húsum spítalans.
Þriðjudagur 10. maí
Hádegisverðarbíó:
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður LSH í hjálparstarfi RKÍ - Innlit á hamfarasvæðið í Indónesíu.
Tónuð myndasýning kl. 11:00, 11:30, 12:00, 12:30 og 14:15 í Ásnum við matsal Hringbrautar og í fundarsal matsalar Fossvogs.
Hildur Magnúsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir.
Miðvikudagur 11. maí
Málþing:
Gagnreyndir starfshættir í hjúkrun
í Hringsal kl. 13:00 - 16:00.
Fimmtudagur 12. maí
Kennsla í stafagöngu og afslöppun í World Class Laugum.
Mæting við Laugardagslaug aðalinngang, kl. 17:00. Stafaleiga.
Skráning á gydabald@landspitali.is.
Nánari upplýsingar á vef hjúkrunarráðs. Jóna Hildur Bjarnadóttir og Lilja Jónasdóttir.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verður með dagskrá um kvöldið en 12. maí er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga.
World Class Laugar býður hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í heilsurækt og baðstofu alla þessa viku og sjúkraliðum vikuna á eftir. Sýnið auðkenniskort.
Vísindi á vordögum - föstudaginn 13. maí, kl. 13:00
Opnuð veggspjaldasýning á vísindavinnu starfsmanna spítalans. Þar kynna fjölmargir hjúkrunarfræðingar starf sitt.