Sigurður Björnsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LSH
Sigurður Björnsson læknir hefur verið ráðinn til að gegna starfi yfirlæknis lyflækninga krabbameina á Landspítala - háskólasjúkrahúsi frá og með 1. október sl. að telja. Ráðningin er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefndum landlæknisembættisins og læknaráðs LSH, viðtala og að fenginni umsögn stjórnarnefndar LSH. Yfirlæknir lyflækninga krabbameina lyflækningasviðs II starfar samkvæmt starfslýsingu.
Landspítali notar vafrakökur m.a. til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun