Alþjóðaheilbrigðisdagurinn verður að venju haldinn 7. apríl í aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Einkunnarorð dagsins ár 2006 verða Samstarf í þágu heilbrigðis(Working together for Health).
WHO hefur mælst til þess að athyglinni verði sérstaklega beint að vanda heilbrigðisstarfsfólks og mönnun heilbrigðisþjónustunnar víða um heim.
Sjá nánar á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og á vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Aðildarríki WHO eru hvött til til þess að vekja athygli á deginum og hafa heilbrigðisyfirvöld því ákveðið að standa fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel kl. 08:15 - 10:00 þann 7. apríl nk. og hefst formleg dagskrá kl. 08:30 með ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Sjá nánari upplýsingar um Alþjóðaheilbrigðisdaginn (pdf skjal )
(Fréttatilkynning frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu)