Ráðningu í starf yfirlæknis meinefnafræðideildar á rannsóknarstofnun LSH (RLSH) hefur verið frestað en starfið var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Tvær umsóknir bárust. Í samræmi við ákvörðun stjórnarnefndar LSH frá 20. júní árið 2000 kemur stjórnskipulag spítalans til endurskoðunar fyrir 1. október næstkomandi. Á það við um RLSH eins og önnur svið spítalans. Því hefur verið ákveðið að ráða ekki í umrædda stöðu þar sem talið er rétt að endurmeta verkaskiptingu og stöðu sérgreina innan RLSH. Unnið verður að framgangi mála stofnunarinnar með sama hætti og á öðrum sviðum spítalans. Jafnframt er ákveðið að sviðsstjórinn, Ólafur Steingrímsson, í samvinnu við núverandi yfirlækna, Ísleif Ólafsson og Jón Jóhannes Jónsson, vinni að samræmingu á fjölmörgu er lýtur að rekstri og þjónustu rannsóknardeildanna við Hringbraut og í Fossvogi. Þar munu koma til skoðunar atriði eins og gjaldtaka, reikningagerð, fjárreiður og samræming á vinnutilhögun.
Ráðningu frestað
Ákveðið hefur verið að fresta ráðningu yfirlæknis meinefnafræðideildar á rannsóknarstofnun LSH.
Ráðningu í starf yfirlæknis meinefnafræðideildar á rannsóknarstofnun LSH (RLSH) hefur verið frestað en starfið var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Tvær umsóknir bárust. Í samræmi við ákvörðun stjórnarnefndar LSH frá 20. júní árið 2000 kemur stjórnskipulag spítalans til endurskoðunar fyrir 1. október næstkomandi. Á það við um RLSH eins og önnur svið spítalans. Því hefur verið ákveðið að ráða ekki í umrædda stöðu þar sem talið er rétt að endurmeta verkaskiptingu og stöðu sérgreina innan RLSH. Unnið verður að framgangi mála stofnunarinnar með sama hætti og á öðrum sviðum spítalans. Jafnframt er ákveðið að sviðsstjórinn, Ólafur Steingrímsson, í samvinnu við núverandi yfirlækna, Ísleif Ólafsson og Jón Jóhannes Jónsson, vinni að samræmingu á fjölmörgu er lýtur að rekstri og þjónustu rannsóknardeildanna við Hringbraut og í Fossvogi. Þar munu koma til skoðunar atriði eins og gjaldtaka, reikningagerð, fjárreiður og samræming á vinnutilhögun.