Skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.
"Í störfum sínum skal formaður nefndarinnar hafa samvinnu við ráðuneytisstjóra og formenn annarra nefnda sem starfa samtímis að tengdum verkefnum til þess að tryggja yfirsýn, samræmingu, skilvirka gagnaöflun og forðast tvíverknað."
Eftirtaldir eru skipaðir í nefndina: Guðríður Þorsteindóttir, skrifstofustjóri, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, formaður Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Sigurður Guðmundsson, landlæknir Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Jónína Bjartmarz, alþingismaður, fulltrúi Framsóknarflokksins Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, fulltrúi Samfylkingarinnar Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri SÍBS, fulltrúi Frjálslynda flokksins Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju Þorbjörn Guðmundsson fulltrúi Alþýðusambands Íslands Garðar Ó. Sverrisson, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, fulltrúi BSRB Nefndin var skipuð 8. október 2003. Heilbrigðisráðherra hefur jafnframt skipað nefnd til þess að endurskilgreina hlutverk Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. |