Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri Eirar, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Magnús Pétursson forstjóri undirrituðu samkomulagið. |
Samkomulag um samstarf Eirar hjúkrunarheimilis, Landspítala - háskólasjúkrahúss og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um endurhæfingu aldraðra var undirritað 25. apríl 2007. Samningurinn nær annars vegar til meðferðar og endurhæfingar aldraðra sjúklinga frá LSH sem leitað hafa þangað vegna beinbrota og hins vegar til meðferðar og endurhæfingar einstaklinga eldri en 75 ára sem farið hafa í liðskiptaaðgerð. Með samkomulaginu er vonast til þess að bið aldraðra sjúklinga á bráðadeildum LSH eftir endurhæfingu minnki. Eir hjúkrunarheimili mun taka við öldruðum sjúklingum frá LSH í 12 rými sem skilgreind hafa verið í þetta verkefni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lætur Eir í té viðbótarfjármagn vegna þessa tilraunaverkefnis sem gildir til ársloka 2008. |
Aldraðir sjúklingar á LSH til endurhæfingar á Eir
Hjúkrunarheimilið Eir tekur við öldruðum sjúklingum á LSH til endurhæfingar samkvæmt samkomulagi við sjúkrahúsið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Samningurinn nær annars vegar til meðferðar og endurhæfingar aldraðra sjúklinga frá LSH sem leitað hafa þangað vegna beinbrota og hins vegar til meðferðar og endurhæfingar einstaklinga eldri en 75 ára sem farið hafa í liðskiptaaðgerð.