Framkvæmdastjóri lækninga hefur sett verklagsreglur um biðlista á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. "Markmið almennra verklagsreglna um lista yfir sjúklinga sem bíða eftir aðgerð/meðferð er að samræma sem mest ferli beiðna, skráningu og meðferð þeirra, þannig að kerfið sé skilvirkt, uppfylli þjónustumarkmið og gefi sem réttastar upplýsingar á hverjum tíma."
Þrenns konar biðlistar verða notaðir, vinnulisti, biðlisti og eftirlitsbiðlisti.
Í tengslum við þetta hefur framkvæmdastjóri lækninga sent yfirlæknum LSH tilmæli um verklagsreglur fyrir umsjónarmenn biðlista. Þar er því beint til yfirlækna sérgreina "að þeir komi á verklagsreglum um meðhöndlun innkallana, frestun aðgerðar að beiðni sjúklings og fleiri atriða innan sinnar sérgreinar."
Bæði verkalagsreglurnar og tilmælin til yfirlækna (dreifibréf) er að finna á heimasíðu framkvæmdastjóra lækninga.