Landspítali - háskólasjúkrahús
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri
Fréttatilkynning
20. september 2001
Um 20 prósenta samdráttur
á bráðadeildum LSH
komi til verkfalls sjúkraliða
á bráðadeildum LSH
komi til verkfalls sjúkraliða
Stjórnendur í hjúkrun á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fjölluðu á fundi í dag um áhrif boðaðra verkfalla sjúkraliða. Niðurstaðan er sú að ætla megi að starfsemi sjúkrahússins á lyflækninga- og skurðlækningadeildum dragist saman um 20 prósent ef til verkfalla kemur.
Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru í gildi verkfallslistar, í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þar sem fram kemur hverjir megi ekki leggja niður störf í verkfallsaðgerðum stéttarfélaga til að uppfylla kröfur um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Verkfallslistar þessir voru birtir síðast 1995 en lögum samkvæmt framlengjast þeir sjálfkrafa ár hvert. Það er mat stjórnenda í hjúkrun að breytingar í skipulagi sjúkrahússins hafi ekki verið það miklar til þessa að verkfallslistarnir gildi ekki nú.
Stjórnendur í hjúkrun og Sjúkraliðafélag Íslands vinna að gerð stofnanasamnings og er þess vænst að það geti stuðlað að lausn á kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins. Ef hins vegar stefnir ótvírætt í verkföll er óhjákvæmilegt að byrja að draga saman starfsemi á skurð- og lyflækningadeildum LSH um miðja næstu viku.