Þorbjörn Jónsson læknir í Blóðbankanum var kjörinn formaður læknaráðs LSH á aðalfundi þess föstudaginn 25. maí 2007. Friðbjörn Sigurðsson lét þá af störfum en hann hefur gegnt formennskunni í fjögur ár. Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á LSH var kjörinn ritari læknaráðs. Sigurður Ólafsson hefur verið ritari þess í fjögur ár. Páll Torfi Önundarson er sem fyrr varaformaður læknaráðs. |
Skylt efni:Ársskýrsla læknaráðs 2006 - 2007