Eiríkur Jónsson yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar |
Eiríkur Jónsson hefur verið ráðinn yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1984 og nam síðar þvagfæraskurðlækningar í Bandaríkjunum. Eftir nám var Eiríkur sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum á Borgarspítalanum og Landakotsspítala og síðar yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann var settur yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss frá 1. febrúar 2001.
Aðrir umsækjendur um stöðuna voru David Thomas Davidsson, Guðjón Haraldsson og Guðmundur Geirsson.