Menning og meinsemdir: rýnt í bein, farsóttir, læknisfræði og lýðsögu Íslendinga 18. og 19. febrúar 2005
Þann 15. febrúar 2005 er liðin öld frá fæðingu Jóns Steffensen prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni verður efnt til málþings föstudaginn 18. og laugardaginn 19. febrúar 2005 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Auk starfa í þágu læknadeildar var Jón brautryðjandi í líffræðilegri mannfræði og rannsóknum á mannabeinum. Jón skrifaði margt um sögu heilbrigðismála, m.a. faraldsfræði og hafði forgöngu um að stofna Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar árið 1964. Hann rýndi einnig í forna texta með nýjum hætti. Málþingið endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni Jóns. Gestafyrirlesari er Andy Cliff, prófessor í landafræði við University of Cambridge. Hann hefur m.a. unnið að faraldsfræðilegum rannsóknum á Íslandi. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Háskóli Íslands standa að málþinginu |
Jón Steffensen |
Sýning til heiðurs Jóni Steffensen og konu hans Kristínar Björnsdóttur verður opnuð í Landsbókasafni föstudaginn 18. febrúar og er henni ætlað að sýna í máli og myndum frá starfi, einkalífi og áhugamálum þeirra. Auk bóka og handrita prýða margir skemmtilegir munir og myndir sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands lánar gripi sem tengjast mannfræðirannsóknum Jóns, en hann sá um rannsóknir á mannabeinum fyrir Þjóðminjasafnið og liggja eftir hann merk ritverk á því sviði. | |
Föstudagur 18. febrúar 2005 15:30 Setning málþings. Hrafnkell Helgason: Um ævi Jóns og störf hans. Sigurbjörn Sveinsson: Varðveisla íslenskrar læknareynslu Andy Cliff: Contexts and Epidemic Emergence Abstract: This paper outlines some of the principal drivers at the global scale which lead to the emergence of new and the re-emergence of old scourges at different spatial and temporal locations. These drivers include level of economic development, population growth and shifts, land use changes, climate change, travel, and war. While examples will be drawn from many geographical locations, especial attention will be given to the 1783-4 Laki Craters eruption and its impact upon mortality in England as an illustration of the demographic impact of climate change. Sigrún Klara Hannesdóttir opnar sýninguna |
Laugardagur 19. febrúar 2005 09:00 - 10:20 |