Landspítali - háskólasjúkrahús tekur þátt í þróunarverkefninu "Fjarlækningar, aðgengi að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfis" sem er styrkt af Rannís. Aðrir þátttakendur eru Heilsugæslustöð Seyðisfjarðar, Heilsugæslustöð Patreksfjarðar og Heilsugæslustöðin Efstaleiti. Tilgangur verkefnisins er að afla reynslu og þekkingar fyrir framtíðarskipulagningu fjarlækninga á Íslandi. Það hófst í ágúst 2003 og er áætlað að því ljúki í mars 2005.
Í verkefninu er veitt sérfræðiþjónusta í þremur sérgreinum með fjarlækningum til heimilislækna á Seyðisfirði, þ.e. í barnalækningum, skurðlækningum og háls-, nef- og eyrnalækningum.
Nánar um þróunarverkefnið með því að smella hér.