Áætlun um starfsemi deilda
á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sumarið 2007
Samdráttur í starfsemi spítalans yfir sumarið hefur farið minnkandi undanfarin ár og var með minnsta móti sl. sumar. Nú eru horfur á að meiri samdráttur verði í starfseminni á sumri komandi þar sem illa gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarmanna við hjúkrun.
Flest svið áætla meiri samdrátt á starfseminni í sumar en undanfarin sumur.
Samdráttur 2006 var um 10% af mögulegum legudögum en nú stefnir í að samdrátturinn verði 14% af mögulegum legudögum. Þá verður dagdeildarrýmum lokað í sem svarar 3-4% af mögulegum legudögum.
Öllum gjörgæslusjúklingum verður sinnt eins og endranær en sjúklingafjöldi á gjörgæsludeildum tekur mið af mönnun á hverjum tíma. Ákvörðun um innlögn á gjörgæsludeild er tekin af þar til bærum stjórnendum á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði.
Leitað hefur verið til sérfræðinga í hjúkrun, verkefnastjóra, stjórnenda og hjúkrunarfræðinga sem vinna í öðrum störfum á LSH um að skila hluta af vinnuskyldu sinni í hjúkrun á legu-, dag- og göngudeildum.
Sumarleyfi á aðal orlofstíma verður að hámarki 4 vikur.
BARNASVIÐ
Dagdeild barna 23E (10 rúm) verður lokuð í 4 vikur frá og með mánudeginum 16. júlí, opnað verður aftur mánudaginn 13. ágúst.
Barnadeild 22E og barnaskurðdeild 22D (13 + 13 rúm)verða sameinaðar í 5 vikur frá 1. júlí til 7. ágúst (14 rúm opin).Hágæsluþjónusta verður alla daga allan sólarhringinn í allt sumar.
Barnaskurðdeild í Fossvogi B-5 (6 rúm)verður lokuð fyrir valaðgerðir í 4 vikur frá 23. júlí til 20. ágúst. Bráðatilfellum verður sinnt (vaktir/bakvaktir) allan sólahringinn þetta umrædda tímabil.
KVENNASVIÐ
Kvenlækningadeild 21A (14 rúm og 10 rúma dagdeild)verður starfrækt með 13 rúmum í sumar.
Fæðingardeild, Hreiðrið, sængurkvennadeild og meðgöngudeild verða opin í sumar.
GEÐSVIÐ
Legudeildir barna- og unglingageðdeildar (8 + 9 rúm) verða samreknar frá 9. júlí - 13. ágúst 2007. Húsrými barnageðdeildarinnar verður lokað þetta tímabil en starfsemin fer fram á unglingageðdeildinni. Ef leggja þarf inn barn verður það á unglingageðdeildina sem er opin í sumar.
Sambýlið að Hátúni 10A mun loka sólarhringsrúmum 30. júlí - 27. ágúst 2007.
LYFLÆKNINGASVIÐ I
Smitsjúkdóma- og innkirtladeild A-7 og gigtar- og almenn lyflækningadeild B-7 (23 + 22 rúm) verða sameinaðar á tímabilinu 20. júní til 31. ágúst með alls 27 rúm opin,en reiknað er með um 30 sjúklingum.
Hjartadeild 14E og 14G (16+5 + 16+5 rúm)
Innköllunum í hjartaþræðingar á 14E verður hætt í 2 vikur á tímabilinu 15. - 30. júlí.
Innköllunum í valaðgerðir eða rannsóknir á 14G verður hætt á tímabilinu 15. júní til 31. ágúst.
Taugalækningadeild B-2 (22 rúm). Opin verða 19 rúm í sumar en deildin var með 17 rúm opin í vetur. Líkur eru á að dagdeild verði lokuð í 4 vikur í sumar (ófrágengið).
Húðdeild (11 rúm) verður lokað í Kópavogi 10. júní. Starfsemin flyst í Fossvog 3. september 2007.
Lungnadeild A-6 (22 + 3 rúm)verður með 17 rúm opin í sumar. Deildin hefur haft 17 rúm opin í vetur auk svefnrannsókna.
Meltingar- og nýrnadeild 13E verður með 8 - 10 rúm opin.
LYFLÆKNINGASVIÐ II
Engar lokanir verða á legurýmum á sviðinu en fáar afleysingar hafa fengist og mönnun því tæp. Dregið verður úr starfsemi dag- og göngudeilda í júlí og ágúst eins og undanfarin ár. Heimahlynning og sjúkrahústengd heimaþjónusta draga úr þjónustu í júlí og byrjun ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Sjúkrahótelið verður með 30 rými í stað 50 frá 1. maí til 1. október eins og ráðgert er samkvæmt samningi LSH við Fosshótel ehf.
Dag- og göngudeild líknardeildar verður opnuð í lok maí / byrjun júní, en starfsemin mun fara rólega af stað.
SKURÐLÆKNINGASVIÐ
Bæklunarskurðdeildir og háls-, nef- og eyrnadeild (18 + 18 rúm)
Deildir B-5 og A-5 sameinast um rekstur á tímabilinu 22. júní til 20. ágúst.
Á þeim tíma loka deildirnar til skiptis í 4 vikur hvor, deild A-5 fyrst og síðan B-5. Áætlað er að hafa 20 rúm opin á þessu tímabili fyrir báðar sérgreinarnar.
Dagdeild A-4 í Fossvogi (6 rúm) verður lokuð frá 29. júní til 3. september.
Heila-, tauga- og æðaskurðdeild B-6 verður með 18 rúm opin líkt og verið hefur til 3. september.
Lýtadeild A-4 (11 rúm) Frá 15. júní til 20. ágúst verða 8 rúm opin á deild A-4.
Göngudeild háls-, nef- og eyrnalækninga
Starfsemi veitt í samræmi við þörf og mönnun á hverjum tíma. Stýrt með bókunum á deild. Ekki verður um formlega lokun að ræða.
Almennar skurðlækningadeildir, 12G og 13G (18 + 18 rúm)
Deild 12G verður með 14 rúm opin fyrir sólahringsþjónustu og 4 rúm fyrir dagdeildarsjúklinga, líkt og verið hefur, fram til 20. júlí.
Deild 13G mun hafa opin 18 rúm til 20. júlí.
Frá 27. júlí til og með 13. ágúst munu deildirnar sameinast á 12G og verða 20 rúm opin á þeim tíma.
Þvagfæraskurðdeild 13D (20 rúm)
Frá 2. júní til 25. júní verða 15 rúm opin á deild 13D.
Frá 25. júní til og með 20. ágúst flyst þvagfæraskurðdeild á 13E og verður með 10 til 12 rúm opin.Samrekstur verður á nýrnadeild 13E og þvagfæraskurðdeild á þessum tíma.
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild (17 rúm)
Frá 22. júní til 20. júlí verða 15 rúm opin á deildinni, frá 20. júlí til og með 7. ágúst verða 10 rúm opin, frá þeim tíma og til 27. ágúst verða svo aftur 15 rúm opin á deild 12E.
Þvagfærarannsóknir 11A
Deildin verður lokuð á tímabilinu 13. júlí til og með 30. júlí.Þó er veitt bráðaþjónusta í samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga deildarinnar.
Dagdeild augndeildar á Eiríksgötu
Deildin verður lokuð á tímabilinu 13. júlí til og með 7. ágúst.Þó er veitt bráðaþjónusta í samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga deildarinnar.
SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ
Skurðstofur Fossvogi
4/6 - 23/6 | 5 skurðstofur í gangi | |
25/6 – 17/8 | 3 skurðstofur í gangi | |
20/8 - 31/8 | 5 skurðstofur í gangi |
Skurðstofur Hringbraut
4/6 – 15/6 | 5 skurðstofur í gangi | |
18/6 - 20/825/6 – 17/8 | 4 skurðstofur í gangi | |
19/8 – 3/9 | 5 skurðstofur í gangi |
Augnskurðstofa Þorfinnsgötu
16/7 – 7/8 | Lokun á augnskurðstofunni | |
4/6 – 31/8 | Augnaðgerðir, 1 skurðstofa í gangi, þ.e. 4 daga skurðstofa 21 og 1 dag skurðstofa 8. |
Skurðstofa kvenna
4/6 – 3/9 | 2 skurðstofur í gangi |
Gjörgæsludeildir E-6, Fossvogi og 12B, Hringbraut
Sjúklingafjöldi tekur mið af mönnun á hverjum tíma. Öllum gjörgæslusjúklingum verður sinnt eins og endranær.
Ákvörðun um innlögn á gjörgæsludeild er tekin af þar til bærum stjórnendum.
Vöknun í Fossvogi verður lokuð að næturlagi tímabilið 2. júlí til 13. ágúst 2007.
Sjúklingar sem þurfa áframhaldandi gjörgæslueftirlit vistist á gjörgæsludeildinni.
Vöknun á Hringbraut verður lokuð að næturlagi tímabilið 22. júní til 15. ágúst 2007
Vöknun kvennadeilda er opin til kl. 16:00 á tímabilinu 18. júní til 13. ágúst.
SLYSA- OG BRÁÐSVIÐ
Gæsludeild (12 rúm) verður opin í sumar.
Gæsludeild hefur verið með 15-16 sjúklinga að jafnaði, en ekki verður hægt að vera með fleiri en 12 sjúklinga í sumar vegna mönnunar
ENDURHÆFINGARSVIÐ
Starfsemi deilda R-2 og R-3 (legudeild og dagdeild) (24 + 18 + 10 rúm) verður sameinuð frá 21. júní til og með 8. ágúst á R-2. Dagdeildarrými verða 4-5 á þessum tíma. Gert er ráð fyrir að deildirnar verði komnar með fulla starfsemi mánudaginn 13. ágúst.
ÖLDRUNARSVIÐ
Heilabilunardeild L-1 (18 rúm) verður lokuð frá 13. júlí kl. 16:00, opnað verður aftur 10. ágúst kl. 08:00.
Fimm daga öldrunarlækningadeild L-2 (20 rúm) verður lokuð frá 27. júlí kl. 16:00, opnað verður aftur 27. ágúst kl. 08:00.
Fimm daga öldrunarlækningadeild L-3 verður lokuð frá 29. júní kl. 16:00, opnað verður aftur 30. júlí kl. 08:00.
Heilabilunardeild L-4 verður lokuð frá 15. júní kl. 16:00, opnað verður aftur 13. júlí kl. 08:00
-STOÐÞJÓNUSTA
-Hjúkrunarsveit mun loka í 6 vikur á sumarorlofstíma.
-Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða (SHVA) mun loka í 4 vikur, þ.e. 14. júlí til 12. ágúst 2007.
-Ekki verður dregið úr þjónustu skrifstofu tækni og eigna á sumarleyfistíma.