Fréttatilkynning
27. ágúst 2002
Í framhaldi af bréfi sem Samtök verslunarinnar sendu Landspítala - háskólasjúkrahúsi í síðustu viku vegna vanskila spítalans við ýmis aðildarfyrirtæki samtakanna, hafa aðilar hist í því skyni að sannreyna hvert umfangið er.
Skuldir Landspítala - háskólasjúkrahúss við birgja reyndust talsvert minni en Samtök verslunarinnar gáfu upp í bréfi sínu til spítalans frá 22. ágúst 2002. Samtökin biðjast velvirðingar á mistökum sem urðu við söfnun upplýsinga frá birgjum og leiddu til rangrar niðurstöðu. Hins vegar er ekki ágreiningur með aðilum um að umrædd vanskil eru veruleg. Samkvæmt upplýsingum frá umræddum aðildarfyrirtækjum samtakanna frá því í dag er heildarskuld LSH og Sjúkrahúsapóteksins ehf. vegna júní og eldra rúmar 400 m.kr. en vegna júlí og eldra er skuldin rúmar 700 m.kr.
Landspítali - háskólasjúkrahús harmar að skuldir við birgja eru eins miklar og raun ber vitni um. Leitast verður við greiða skuldirnar eins hratt og mögulegt er. Um næstu mánaðamót verða elstu skuldir greiddar en spítalinn vonast til þess að varanlegar úrbætur fáist með afgreiðslu fjáraukalaga.
F.h. LSH F.h. Samtaka verslunarinnar
Anna Lilja Gunnarsdóttir Andrés Magnússon
Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri
S. 543-1201 S. 588-8910
GSM. 820-4500
Anna Lilja Gunnarsdóttir Andrés Magnússon
Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri
S. 543-1201 S. 588-8910
GSM. 820-4500