Íslenskir unglæknar hafa í vetur náð sérlega glæsilegum árangri þar sem þeir hafa sótt um framhaldsnám í bandarískum háskólasjúkrahúsum. Um það vitnar listi sem sýnir að unglæknar hafa komast að á háskólaspítölum í hæsta gæðaflokki. Reyndar komust allir íslensku umsækjendurnir í ár að í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta sæti í svokölluðu "matching prógrammi". Þetta er langur og strangur umsóknarferill í samkeppni við heimamenn með viðtölum í Bandaríkjunum, sem unglæknarnir sjálfir kosta. Hver umsækjandi raðar síðan skólum upp í röð eftir áhuga, skólarnir raða umsækjendum sem þeir hafa mestan hug á að fá til sín og síðan er þetta keyrt saman í tölvu. Þessi góði árangur ber vitni um gott orðspor íslenskra unglækna sem hefur byggst upp á bandarískum háskólaspítölum í fjölda ára, auk þess að vera sérstakt fagnaðarefni hjá lærifeðrunum hér og þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Þetta fólk er allt útskrifað frá læknadeild Háskóla Íslands og hefur tekið kandidatsár við LSH. Flestir hafa unglæknarnir lokið frekari þjálfun sem deildarlæknar hér.
Hilma Hólm | Baylor College of Medicine, Houston, Texas | Lyflækningar |
Gunnar Bjarni Ragnarsson | University of Washington, Seattle | Lyflækningar |
Björg Þorsteinsdóttir | Mayo Clinic, Rochester, Minnesota | Lyflækningar |
Meredith Cricco | Strong Memorial Hospital , Rochester, New York | Lyflækningar |
Oddur Ólafsson | Strong Memorial Hospital, Rochester, New York | Svæfingar |
Tjörvi Blert Perry | Brigham and Womens Hospital, Harvard, Boston | Svæfingar |
Anna Margrét Halldórsdóttir | Washington University, St. Louis,Missouri | Lækningarannsóknir |
Árni Kjalar Kristjánsson | University of Iowa, Iowa City | Húðlækningar |
Theodór Ásgeirsson | University of Massachusetts | Skurðlækningar |
Hans Tómas Björnsson | Johns Hopkins, Baltimore | Erfðafræði |