Sverrir Bergmann er formaður starfsstjórnar læknaráðs spítalans. Aðalfundir læknaráða Landspítala Hringbraut og Fossvogi sem voru haldnir 26.maí
samþykktu að kosin yrði starfsstjórn læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í henni sitja fjórir læknar frá Landspítala Hringbraut og fjórir læknar frá
Landspítala Fossvogi, auk eins unglæknis. Starfsstjórnin hefur skipt með sér verkum. Henni er ætlað að boða til fyrsta aðalfundar nýs læknaráðs eigi síðar
en 20. október 2000.
Læknaráðið er komið með nýja heimasíðu á upplýsingavef spítalans. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um hverjir skipa starfsstjórnina og
um helsta hlutverk hennar. Síðuna er að finna í Hraðvali á heimasíðu spítalans.