Starfshópur um ritaramiðstöð
Skipaður hefur verið starfshópur til að athuga hvort hagkvæmt er að koma upp ritaramiðstöð við Landspítala - háskólasjúkrahús. Eftirfarandi var bókað um málið á fundi framkvæmdastjórnar LSH þann 12. desember 2002 var eftirfarandi bókun gerð:
"Ritaramiðstöð - athugun starfshóps um hagkvæmni. Framkvæmdastjóri lækninga lagði fram tillögu þess efnis að nefnd kannaði hagkvæmni þess að stofna ritaramiðstöð þar sem hefðbundin ritun sjúkraskráa og læknabréfa yrði á einum stað. Meðal verkefna nefndarinnar er að kanna hver ávinningur væri af slíku fyrirkomulagi og hver kostnaður yrði af því, hvort slík ritaramiðstöð gæti starfað allan sólarhringinn, hve marga ritara þyrfti, kanna tæknibúnað o.fl. Þá er lagt til að aðstoðarmaður lækningaforstjóra leiði starf nefndarinnar. Tillaga samþykkt."
Í starfshópnum eru: Niels Chr. Nielsen, formaður Áslaug Sigvaldadóttir skrifstofustjóri Guðbjartur Ellert Jónsson viðskiptafræðingur Hulda Guðvarðardóttir læknaritari Kolbrún Þórhallsdóttir skrifstofustjóri Ólafur Aðalsteinsson forstöðumaður Svala Eiríksdóttir skrifstofustjóri Vilhelmína Haraldsdóttir sviðsstjóri
|