Yfirskrift Finsensdagsins 2005 er "Leitin að tilgangi lífsins".
Dagskrá verður í Hringsal, Landspítala Hringbraut, fimmtudaginn 22. desember og hefst hún kl. 14:00.
Öllum er velkomið að sækja hana.
Viðfangsefnið er fagmennska og færni í tjáskiptum. Til grundvallar er kennslumyndband sem ýmsir mætir aðilar hafa mælt með, meðal annars Daniel H. Lowenstein fyrrverandi rektor Harvard háskólans og ýmis samtök lækna (American Board of Internal Medicine, American College of Physicians (ACP) og European Federation of Internal Medicine (EFIM)). Einnig vera fyrirlestrar og umræður með þátttöku Karls Sigurbjörnssonar biskups Íslands, Sigurðar Guðmundssonar landlæknis, Jóns Sigurðssonar svæfingalæknis, Þórarins E. Sveinssonar yfirlæknis geislameðferðar krabbameina og Valgerðar Sigurðardóttir yfirlæknis líknardeildar LSH.
Finsensdagur er haldinn árlega í minningu Nielsar R. Finsens. Rúmlega 100 ár eru liðin frá því að hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði en hann var frumkvöðull, meðal annars í geislameðferð. Þetta er í þriðji Finsensdagurinn á LSH.
- Dagskrá
14:00 |
Opnun Finsendagsins Vilhelmína Haraldsdóttir sviðsstjóri, lyflækningasvið II |
14:00
|
Maðurinn Viktor Frankl og bók hans "Leitin að tilgangi lífisins" Hólmfríður Gunnarsdóttir sérfræðingur,Vinnueftirlit ríkisins |
14:20 |
Kvikmyndin – "The Choice is yours" -Valið er þitt Nanna Sigurðardóttir verkefnastjóri, Krabbameinsmiðstöð LSH |
14:25 15:10 |
Sýning kvikmyndarinnar – "The Choice is yours" Kaffihlé |
15:25 |
Íhugun eftir myndina Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands |
15:35 |
Hugleiðingar um lífið Jón Sigurðsson svæfingalæknir |
15:50 |
Pallborðsumræður Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands Sigurður Guðmundsson landlæknir Jón Sigurðsson svæfingalæknir Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir líknardeildar LSH Þórarinn E. Sveinsson yfirlæknir geislameðferðar krabbameina LSH Umræðustjóri Helgi Sigurðsson yfirlæknir Krabbameinsmiðstöðvar LSH |
16:20 |
Lok Finsensdagsins |