Hjúkrunarráð LSH stendur fyrir viku hjúkrunar dagana 3. - 7. maí 2004. Markmið vikunnar er að gera hjúkrun sýnilegri.
Af þessu tilefni hefur hjúkrunarráð hvatt deildir LSH til að vera með kynningu á sérstökum verkefnum unnum af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.
Þær deildir sem taka þátt verða með veggspjaldakynningu á deild. Verkefni verða einnig kynnt með dreifiritum og á vef LSH
Tuttugu mínútna kynning með glærusýningu og tónlist verður síendurtekin í Ásnum (inn af matsal á Landspítala Hringbraut), Blásölum í Fossvogi og fundarsal á 6. hæð Landakots mánudaginn 3. maí kl. 11:00 - 13:00.