Ólöf Sigurðardóttir sérfræðingur hefur verið ráðin í hálft starf trúnaðarlæknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi frá 1. september 2006 til 30. ágúst 2007 í fjarveru Linn O. Getz. Ólöf er fædd árið 1958 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1985. Hún lauk sérfræðinámi í klínískri lífefnafræði frá Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1992 og doktorsprófi 1994. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á rannsókn í Fossvogi frá árinu 1996 og heldur því starfi áfram í hálfri stöðu. Trúnaðarlæknir veitir starfsmönnum og stjórnendum ráðgjöf þegar endurtekin/langvarandi veikindi eiga sér stað sem tengjast eða hafa áhrif á starf viðkomandi. Trúnaðarlæknir hefur aðsetur á skrifstofu starfsmannamála, Eiríksgötu 5, 1. hæð sími 543 1330 / 543 1335. |
Nýr trúnaðarlæknir
Ólöf Sigurðardóttir hefur verið ráðin trúnaðarlæknir á LSH til 30. ágúst 2007.