"Hjálp til reykleysis" er yfirskrift erindis sem Jennifer Percival hjúkrunarfræðingur frá Bretlandi og ráðgjafi flytur á vegum hjúkrunarráðs og læknaráðs Landspítala í Blásölum í Fossvogi fimmtudaginn 20. september 2007, kl. 12:00 til 13:00. Jennifer hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki um heilbrigðisfræðslu, verið ráðgjafi hjá Royal College of Nursing, auk þess að vera ráðgjafi um reykingar fyrir alþjóðlegar stofnanir, svo sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN).
Fyrirlesturinn nýtist fagfólki sem aðstoðar sjúklinga við reykleysi á meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu. Veitingar verða í lok fundar.