Opnaðar hafa verið síður á ensku á upplýsingavef spítalans til þess að auðvelda erlendum hjúkrunarfræðingum að sækja upplýsingar. Síðurnar eru hluti af upplýsingavef hjúkrunar. Þeim er ætlað að vera innlegg í starfs- og samfélagsaðlögun nýráðinna erlendra hjúkrunarfræðinga en stór hluti síðnanna getur einnig nýst öllum nýjum erlendum starfsmönnum.
Meginkaflar enska hluta upplýsingavefjar hjúkrunar eru: Landspítali - háskólasjúkrahús, hjúkrun, íslenska og Ísland en auk þess er fréttasíða. Síðurnar eru einnig á útvef spítalans og hafa þær þegar skilað fyrirspurnum erlendis frá um atvinnu. Hægt er að komast inn á ensku síðurnar með því að fara í "Foreign nurses" í hraðvali á heimasíðu spítalans eða velja Hjúkrun í hraðvalinu og smella á English.
Umsjónarmaður vefjarins er Hildur Magnúsdóttir.