SKURÐLÆKNINGASVIÐ
FOSSVOGUR
Deildir A-4 (lýtadeild) og B-6 (HT og æðaskurðdeild) sameinast um þjónustu sína á A-4 frá 22. desember til 2. janúar 2006.
Deild A-5 (HNE-bæklunardeild) verður lokuð frá 22. desember til 2. janúar 2006.
Sjúklingar flytjast á bæklunardeild B-5 og þar verður bráðaþjónusta fyrir HNE og bæklun.
Deild B-3 (HNE dag- og göngudeild) verður opin milli jóla og nýárs.
HRINGBRAUT
Deild 12G ( almenn skurðdeild ) verður lokuð frá 22. desember til 2. janúar 2006.
Sameinuð starfsemi almennra skurðdeilda verður á deild 13G.
Deild 12E (hjartaskurðdeild og legudeild augndeild) dregur úr starfsemi yfir jól og áramót og verður með 9 rúm opin.
13D (þvagfæraskurðdeild); dregið verður úr starfsemi yfir jól og áramót og miðast þjónusta fyrst og fremst að bráðatilfellum.
Miðað er við að 10 rúm verði opin.
Dagdeild þvagfæralækninga verður opin milli jóla og nýárs.
Dagdeild augndeildar verður opin milli jóla og nýárs.
SVÆFINGA- GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ
HRINGBRAUT
Skurðstofur 12 CD á Hringbraut verða með 4 - 5 skurðstofur opnar frá 22. desember til 2. janúar 2006
LYFLÆKNINGASVIÐ I HRINGBRAUT
Deild 13E (5 daga deild) verður lokuð frá og með 22. desember til mánudags 2. janúar 2006.
KÓPAVOGUR
Á húðdeild (5 daga deild) verður lokað frá og með 19. desember til mánudags 2. janúar 2006.
LYFLÆKNINGASVIÐ II
Sjúkrahótelið Rauðarárstíg 18 verður lokað frá og með 20. desember, opnað aftur mánudaginn 2. janúar 2006.
BARNASVIÐ
BARNASPÍTALI HRINGSINS
Dagdeild 23E verður lokuð frá og með 22. desember til mánudags 2. janúar 2006.
Starfsemi barnaskurðdeildar 22D og barnadeildar 22E verður sameinuð á þeirri síðarnefndu frá og með 23. desember til mánudags 2. janúar 2006.
ENDURHÆFINGARSVIÐ
GRENSÁS
Starfsemi legudeilda endurhæfingar R-2 og R-3 verður sameinuð á þeirri fyrrnefndu frá kl. 16.00 fimmtudaginn 22. desember og stendur sú tilhögun til kl. 08.00 mánudaginn 2. janúar 2006.