Ráðinn öryggisfulltrúi heilsufarsupplýsinga
Elías Atlason rafiðnfræðingur hefur verið ráðinn öryggisfulltrúi heilsufarsupplýsinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. |
|
Starfið felur m.a. í sér eftirfarandi:
- Þátttaka í mótun öryggismála er varða heilsufarsupplýsingar á LSH og framkvæmd þeirra.
- Ráðgjöf til stjórnenda varðandi öryggismál og gagnaleynd.
- Þátttaka í mótun öryggiskrafna varðandi hugbúnað sem tekinn er í notkun.
- Þátttaka í mótun vinnuferla varðandi öryggismál við meðferð heilsufarsupplýsinga.
- Ráðgjöf varðandi þjálfun starfsmanna við meðferð heilsufarsupplýsinga.
- Skráning hugbúnaðar er varðveitir heilsufarsupplýsingar og samskipti við Persónuvernd.
- Áhættugreiningar og áhættumat vegna söfnunar og geymslu heilsufarsupplýsinga.
- Samstarf við upplýsingatæknisvið varðandi innleiðingu á BS7799 öryggisstaðli.
|
Öryggisfulltrúinn er ráðinn af framkvæmdastjóra lækninga en hann hefur starfsaðstöðu á upplýsingatæknisviði LSH og vinnur í nánu samstarfi við starfsmenn þess.