Í frétt frá forstjóra 23. apríl sl. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að ráða ekki í stöður yfirlækna á RLSH þar sem talið var rétt að endurmeta verkaskiptingu og stöðu sérgreina innan stofnunarinnar. Málið hefur verið í skoðun og var meðal annars leitað álits bresks ráðgjafa Dr. W. Marshall við Guy´s King´s and St. Thomas´School of Medicine. Þá hafa yfirlæknarnir Jón Jóhannes Jónsson og Ísleifur Ólafsson ásamt sviðsstjóra RLSH, Ólafi Steingrímssyni, fjallað frekar um málið. Samkomulag er um að við RLSH verði Klínísk lífefnafræðideild sem Ísleifur Ólafsson stýrir og Erfða- og sameindalæknisfræðideild sem Jón Jóhannes Jónsson stýrir. Gengið verður frá breytingu á skipulagi á RLSH og ráðningu umræddra manna í störf yfirlækna á næstu dögum.
Skýrsla Dr. W. Marshall fylgir hér fyrir neðan.