"Fimmtánda Norður-Evrópu þing Alþjóðasamtaka kvenna í læknastétt (Medical Women´s International Association (MWIA))
verður haldið á Grand Hóteli, Sigtúni í Reykjavík, 28. september til 1. október 2005 á vegum Félags kvenna í læknastétt á Íslandi (FKLÍ).
Stutt þing um húðvandamál verða í byrjun og lok ráðstefnunnar, "Women and Dermatology", á Ísafirði 26. til 28 september og í Skaftafelli 1. til 3. október.
Læknar af báðum kynjum eru hvattir til að taka þátt í þinginu og unnt er að skrá sig á staka daga eða allt þingið eftir atvikum.
Sjá nánari dagskrá á www.fkli.is/congress. Fyrstu 30 unglæknarnir sem skrá sig þurfa ekki að greiða ráðstefnugjald.
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Ráðstefnum og fundum www.iii.is og mwia@iii.is"
(Fréttatilkynning)