Leit
Loka

 

Handleiðsla og fræðsla á starfsþróunarári

 


Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga með handleiðslu og sérstöku starfsþróunarári en markmið þess er að auka hæfni þeirra til að takast á við áskoranir í starfi, stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga, auk þess að efla fagmennsku og ánægju í starfi.

Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. Frá miðjum september og fram í apríl ár hvert er boðið upp á reglulega fræðsludaga, þar sem fjölbreyttum kennsluaðferðum er beitt, þar með talið hermikennslu.


 


 


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?