Leit
Loka

Stefna og starfsáætlun Landspítala

Banner mynd fyrir  Stefna og starfsáætlun Landspítala

Stefna

  • Landspítali er þjóðarsjúkrahús sem veitir bæði almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.
  • Landspítali er háskólasjúkrahús og vettvangur starfsnáms, sérmenntunar og vísindastarfs.
  • Landspítali býður upp á lifandi starfsumhverfi og starfsþróun.
  • Landspítali er kjölfesta íslenska heilbrigðiskerfisins.

  • Landspítali veitir framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í fjölbreyttu og sístækkandi samfélagi og lagar sig að breytilegum þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra.
  • Landspítali er miðstöð nýsköpunar, vísinda og menntunar á sviði heilbrigðisþjónustu og þróar sífellt nýjar lausnir til að mæta áskorunum samtímans.
  • Landspítali er eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar til sín og heldur í hæft starfsfólk á öllum starfssviðum spítalans.
  • Landspítali hefur aðbúnað, fjármögnun og stuðning til að geta sinnt hlutverki sínu með sóma.

  • Umhyggja 
    Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum, samstarfsfólki og samfélagi okkar.
  • Öryggi 
    Við tryggjum öryggi sjúklinga og starfsmanna.
  • Fagmennska 
    Við höfum fagmennsku að leiðarljósi í öllum okkar störfum.

  • Framþróun
    Við vinnum að stöðugum umbótum og nýtum gagnreynda þekkingu og viðeigandi tækni.

Áherslur í starfi

  • Árangursrík meðferð 
    Sjúklingar fá bestu meðferð sem völ er á. Þeir njóta faglegrar þjónustu á réttu þjónustustigi og á réttum tíma.
  • Þátttaka sjúklinga 
    Sjúklingar eru virkir þátttakendur í eigin meðferð og fá fræðslu, upplýsingar og ráðleggingar sem gefa þeim færi á að meta ólíka valkosti í meðferð og bata.
  • Hóflegur biðtími 
    Tryggt er að biðtími eftir meðferð sé innan viðeigandi marka í allri þjónustu spítalans.
  • Þverfagleg teymisvinna 
    Sjúklingum er sinnt af teymi fagfólks sem vinnur saman eftir markvissum, skýrum og samræmdum verkferlum.

Eftirsóknarverður vinnustaður

Á Landspítala er unnið eftir framsækinni mannauðsstefnu og jafnréttisáætlun með það að leiðarljósi að halda uppi góðri vinnustaðamenningu sem einkennist af virðingu, jafnrétti og inngildingu. Stjórnendur leggja sig fram um að halda í og laða til sín hæft starfsfólk.

Starfsþróun

Starfsfólk viðheldur þekkingu sinni og færni og þróar sig í starfi með formlegri menntun, með því að sækja námskeið, fyrirlestra eða þjálfun og læra nýjar aðferðir sem gerir það hæfara í starfi. Starfsþróun getur einnig þýtt breytingu á verkefnum eða að flytja sig til í starfi innan spítalans. Starfsþróun er samstarfsverkefni starfsfólks og stjórnenda.

Fagleg samskipti

Vönduð samskipti eru hluti af klínískri meðferð. Starfsfólk styðst við samskiptasáttmála til að tryggja áreiðanleg og vinsamleg samskipti og unnið er eftir samskiptastefnu út á við.

  • Menntun 
    Landspítali sinnir menntun heilbrigðisstarfsfólks og tekur þátt í stefnumótun um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu.
  • Vísindarannsóknir 
    Innan Landspítala eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, auk annarra háskóla, heilbrigðisstofnana og fyrirtækja á sviði heilbrigðisvísinda.
  • Nýsköpun 
    Gróskumikil nýsköpun á sér stað innan Landspítala og í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir, með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar og bæta vinnuaðstæður starfsfólks
  • Húsnæði sem hentar 
    Húsnæði spítalans er í stöðugri uppbyggingu og endurnýjun til að það mæti þörfum starfseminnar.
  • Tækjakostur 
    Landspítali er ávallt búinn öflugum tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til að gegna hlutverki háskólasjúkrahúss í fremstu röð.
  • Nýting gagna 
    Stafrænar lausnir eru þróaðar og nýttar á öllum starfssviðum spítalans. Ýtt er undir sjálfvirkni sem styður við starfsfólk og bætir upplifun og öryggi sjúklinga.
  • Traustur rekstrargrunnur 
    Stöðugt er unnið að því að tryggja traustan rekstrargrunn spítalans svo hann geti sinnt hlutverki sínu eins og best verður á kosið.
  • Gæði og öryggi 
    Landspítali starfar eftir virkri gæðastefnu og notast við alþjóðlegar gæðavottanir. Öryggi sjúklinga og starfsfólks er í öndvegi og brugðist er við því sem úrskeiðis fer.
  • Umhverfismál 
    Spítalinn fylgir markvissri umhverfisstefnu til að minnka kolefnissporið og byggja upp heilbrigðisþjónustu sem ekki veldur skaða á umhverfi og heilsu fólks.

Starfsáætlun

Starfsáætlun Landspítala 2024 tekur mið af áherslum í stefnu Landspítala og eru verkefnin flokkuð undir þjónustu, starfsfólk, þekkingu og umgjörð. Alls eru verkefnin tæplega 450 talsins. Þau eru misjöfn í sniðum og fjöldi verkefna segir ekki til um vægi eða mikilvægi ólíkra markmiða og stefnuflokka. Sum markmið ná einnig til ólíkra áhersluatriða en stefnt er að því að öllum verkefnum verði lokið á árinu 2024.

Nánari upplýsingar um starfsáætlun Landspítala

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?