Læknir í ofnæmis- og ónæmislækningum
Laust er til umsóknar 100% stöðuhlutfall, eða eftir nánara samkomulagi, sérfræðilæknis við ofnæmisgöngudeild og ónæmisfræðideild Landspítalans.
Á deildunum er fjölbreytt starfsemi. Þar er veitt sérhæfð þjónusta til að greina ofnæmis- og ónæmissjúkdóma og eru með leiðandi hlutverk á Íslandi í rannsóknum, greiningu, mati og meðferð sjúklinga með ofnæmis- og ónæmissjúkdóma. Ónæmisfræðideildin býður uppá fjölbreyttar rannsóknaraðferðir til að nota í rannsóknum, til greiningar, meðferðar og mats á van- eða ofstarfsemi ónæmiskerfisins. Á göngudeildinni fer fram greining, ráðgjöf og meðferð ofnæmis og ónæmissjúkdóma.
Meginstarfsemi deildarinnar skiptist í eftirfarandi þætti.
- Klínísk göngudeildarþjónusta fyrir sjúklinga með ofnæmi, (loftborið, fæðuofnæmi, lyfjaofnæmi), astma, sjálfsofnæmi, ónæmisbilanir og önnur ónæmisvandamál.
- Þjónustu- og greiningarrannsóknir á sviði ónæmisfræði þar sem boðið er upp á fjölda rannsóknaraðferða fyrir ofnæmis-, ónæmis- og gigtarsjúkdóma.
- Kennsla og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og nema.
- Vísindarannsóknir, bæði grunnvísindi og klínískar rannsóknir á sviði ofnæmis- og ónæmisfræði.
Ónæmisfræðideildin veitir alhliða ónæmisfræðiþjónustu og er eina deild sinnar tegundir á Íslandi. Deildin rekur sérhæfðar rannsóknir til að greina og fylgja eftir sjúkdómum í ónæmiskerfinu og notar til þess margvíslegar rannsóknaraðferðir. Þar fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans og deildin er í formlegum tengslum við læknadeild Háskóla Íslands. Árið 2023 fékk deildin viðurkenningu World Allergy Organization sem "Center of Excellence" sem er alþjóðleg viðurkenning á starfsemi deildarinnar sem snýr að klínískri þjónustu við sjúklinga, vísindum og kennslu. Vinnuandi á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.
- Klínísk sjúklingavinna, ofnæmis- og ónæmisfræðileg uppvinnsla, meðferð og eftirfylgni.
- Sérfræðiumsjón með rannsóknum á ákveðnum sviðum.
- Yfirferð tilfella, svörun rannsókna þ.m.t. túlkun og ráðgjöf tengd þeim.
- Þróun, og innleiðing nýrra rannsóknaaðferða.
- Gæðastarf og eftirlit.
- Stefnumótun og þróun þjónustu í samráði við stjórnendur.
- Önnur verkefni sem taka mið af þekkingu og reynslu viðkomandi.
- Klínísk ráðgjafarþjónusta á sérsviði.
- Þátttaka í kennslu og vísindarannsóknum.
- Almennt lækningaleyfi
- Sérfræðileyfi í ofnæmislækningum og/eða klínískri ónæmisfræði.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Reynsla í kennslu- og vísindavinnu er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Starfið auglýst 08.10.2024, umsóknarfrestur er framlengdur til og með 13.12.2024.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins. Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu, stjórnunarstörfum
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir, læknir