Hjúkrunarfræðingur - spennandi starf á göngudeild réttar- og öryggisgeðþjónustu
Ert þú metnaðarfullur, skapandi og jákvæður hjúkrunarfræðingur með áhuga á geðheilbrigðismálum?
Göngudeild réttar- og öryggisgeðdeilda Landspítala (RÖG) auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfsumhverfið er spennandi, krefjandi og skemmtilegt, vinnutíminn fjölskylduvænn og fjölmörg tækifæri til faglegrar þróunar. Um er að ræða 70-100% starf í dagvinnu. Sé óskað eftir vöktum er möguleiki á því samhliða á legudeild RÖG. Starfið er laust frá 15. desember 2024 eða eftir nánara samkomulagi.
Göngudeild RÖG sinnir sérhæfðri meðferð og eftirfylgd sjúklinga sem hafa útskrifast af réttargeðdeild og öryggisgeðdeild. Meginverkefni teymisins er að veita einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu, stuðla að bata og auka lífsgæði í daglegu lífi. Í teyminu starfa auk hjúkrunarfræðings geðlæknar, sálfræðingar og félagsráðgjafi.
Fyrirhugað er að færa þjónustuna sem nú þegar er til staðar yfir í samfélagsmiðaða þjónustu þar sem áhersla verður lögð á málastjórn og eflingu þverfaglegrar teymisvinnu. Að auki er fyrirhugað að þróa og sinna þjónustu við fanga með alvarlega geðsjúkdóma. Næstu misseri verður því ráðist í umfangsmikla umbótavinnu á allri starfsemi göngudeildar RÖG þar sem hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar.
Fjölmörg tækifæri eru til starfsþróunar í geðþjónustunni en boðið er upp á sérhæft starfsþróunarár fyrir hjúkrunarfræðinga sem felur í sér handleiðslu frá reynslumiklum geðhjúkrunarfræðingum ásamt fræðslu.
- Starfar í þverfaglegum teymum á RÖG
- Sinnir málastjórn og meðferðarvinnu skjólstæðinga göngudeildar RÖG
- Fagleg tengsl og samráð við samstarfsaðila innan og utan stofnunar
- Tekur virkan þátt í umbótastarfi og þróun þjónustu
- Stuðlar að góðum starfsanda og öryggismenningu
- Íslenskt starfsleyfi hjúkrunarfræðings
- Framhaldsnám innan geðhjúkrunar er kostur
- Reynsla af geðhjúkrun er kostur
- Áhugi á geðhjúkrun og meðferðarstarfi fyrir skjólstæðingahóp þjónustunnar
- Framúrskarandi færni í samskiptum, reynsla og þekking á teymisvinnu
- Faglegur metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta, í mæltu og rituðu máli
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna, umbótastarf
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5