Sérfræðingur í hjúkrun taugasjúklinga
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun með sérþekkingu á hjúkrun skjólstæðinga með MND sjúkdóminn.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu s.s. í klíník, við kennslu, fræðslu og ráðgjöf, við þróunar-, gæða- og rannsóknarstörf sem og vera leiðandi í sinu sérsviði. Starfið felur enn fremur í sér uppbyggingu og skipulagningu á þverfaglegri þjónustu við einstaklinga með MND sjúkdóminn og þeirra fjölskyldum í samvinnu við lækna deildarinnar og MND teymi Landspítala.
Á göngudeild taugasjúkdóma er veitt fjölbreytt og sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga með bráð og langvinn einkenni í taugakerfinu og þar starfa auk lækna og hjúkrunarfræðinga fjöldi annarra starfstétta. Mikil áhersla er á teymisvinnu. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til vaxtar í starfi. Unnið er markvisst að góðum starfsanda, framúrskarandi þjónustu og nýjum hugmyndum.
Ráðið er í starfið frá 1. desember 2024 eða skv. nánara samkomulagi.
- Þróun hjúkrunar og þjónustu innan sérgreinar
- Frumkvæði og innleiðing nýrra verkferla
- Kennsla og fræðsla
- Ráðgjöf til sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks
- Rannsóknir og gæðastörf
- Klínísk störf eftir atvikum
- Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
- Íslenskt sérfræðileyfi í hjúkrun með áherslu á hjúkrun taugasjúklinga
- Starfsreynsla í hjúkrun
- Krafist er reynslu í teymisvinnu
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Framúrskarandi íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðingur í hjúkrun, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun,
Tungumálahæfni: íslenska 5/5,