Flæðisstjóri skurðlækningaþjónustu
Skurðlækningaþjónustan í Fossvogi óskar eftir því að ráða öflugan einstakling með faglega hæfni og reynslu af hjúkrun, sem flæðisstjóra til að stýra flæði skurðsjúklinga í Fossvogi. Um er að ræða nýja stöðu innan skurðlækningaþjónustunnar og er starfið unnið í nánu samstarfi við deildarstjóra legudeilda í Fossvogi, forstöðufólk, sérfræðilækna og sérnámslækna á sérgreinum skurðlækninga. Flæðisstjóri mun heyra undir deildarstjóra á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi og vera með aðsetur þar.
Mikil gæða- og umbótavinna er innan þjónustunnar og er starf flæðisstjóra að tryggja skilvirkt flæði og að sjúklingar fái rétta þjónustu, á réttum stað og á réttum tíma.
Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi og fjölmargt annað fagfólk spítalans. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfshlutfall er 100% dagvinnustarf og er ráðið í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Sinnir daglegu flæði innan sérgreina á skurðlækningaþjónustu í Fossvogi og vinnur með innlagnarstjóra að því að tryggja sjúklingum sem þurfa að leggjast inn viðeigandi úrræði
- Vinnur í samvinnu við stjórnendur skurðlækningaþjónustu að bættu flæði sjúklinga
- Vinnur náið með útskriftarteymi spítalans
- Stuðlar að samfellu í þjónustu við sjúklinga
- Stuðlar að framúrskarandi þjónustu deilda með sjúklinginn i öndvegi
- Er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu þjónustunnar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla í hjúkrun skurðsjúklinga æskileg
- Faglegur metnaður
- Lausnamiðuð hugsun og skipulögð vinnubrögð
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
- Hæfni og vilji til að taka þátt í teymisvinnu
- Mjög góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5