Lífeindafræðingur á hjartarannsóknarstofu
Laust er til umsóknar starf lífeindafræðings á hjartarannsóknarstofu Landspítala. Á einingunni starfar um 18 manna samhentur hópur lífeindafræðinga og sjúkraliða í þverfaglegulegu teymi og í nánu samstarfi við aðra faghópa.
Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan lífeindafræðing með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er í dagvinnu og á bakvöktum. Vegna bakvakta þarf viðkomandi að búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ráðið er í starfið sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
- Vinna á hjartaþræðingarstofu með sérstakri áherslu á raflífeðlisfræðilegar aðgerðir og kransæðavíkkanir auk aðstoðar við gangráðsísetningar
- Vinna við framkvæmd áreynsluprófa, úrlestur hjartarita, gangráðseftirlit
- Úrvinnsla og túlkun niðurstaðna í samvinnu við hjartalækna
- Þátttaka í öðrum verkefnum á hjartarannsókn eftir nánari ákvörðun stjórnanda
- Íslenskt starfsleyfi lífeindafræðings
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, lífeindafræðingur
Tungumálahæfni: íslenska 3/5