Hjúkrunarfræðingur óskast á bráðadagdeild lyflækninga C2 Fossvogi
Taktu þátt í uppbyggingu á starfsemi dagdeildar bráðalyflækninga með öflugu teymi lækna og hjúkrunarfræðinga. Deildin er partur af bráðaþjónustu og er mikil uppbygging fyrirhuguð á næstu tveimur árum. Um er að ræða spennandi nýjung í starfsemi spítalans með jákvæðu og skemmtilegu starfsfólki. Deildin er opin frá kl. 8-20 alla daga vikunnar.
Við sækjumst eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila. Starfshlutfall er 80-100% og er upphaf starfs samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
- Mat á hjúkrunarþörfum, gerð áætlunar og meðferð skjólstæðinga deildarinnar
- Þróun verkferla á nýrri einingu í samstarfi við starfsfólk deildarinnar
- Skrá hjúkrun í samræmi við reglur Landspítala
- Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Stuðla að góðum starfsanda
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Góð samstarfshæfni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Áhugi á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5,