Hlutastarf í móttöku göngudeildar Kleppi
Hefur þú áhuga á teymisvinnu?
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi á göngudeild Kleppi. Viðkomandi þarf að hafa mikla samskiptahæfni og einlægan áhuga á að sinna fólki með geðrænan vanda og fjölskyldum þeirra. Starfið felur í sér mikil samskipti, sjálfstæði og fjölbreytt verkefni.
Teymin sem starfa á göngudeildinni eru áfallateymi, átröskunarteymi, DAM teymi, geðhvarfateymi, geðrofs- og samfélagsgeðteymi og göngudeild réttar- og öryggisgeðdeildar. Í teymunum starfar þverfaglegur hópur fólks t.d. hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, læknar, félagsráðgjafar og fleira sérhæft starfsfólk.
Góður starfsandi er ríkjandi og einkennist starfsemin af öflugri þverfaglegri teymisvinnu. Ritari þjónustunnar er mikilvægur hluti teymisvinnunnar.
Starfshlutfall er 60% og unnið er í dagvinnu virka daga. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. símsvörun, móttaka sjúklinga, tímabókanir, og upplýsingagjöf
- Svörun og flokkun á rafrænum samskiptum
- Pöntun aðfanga, umsjón með áfyllingum á lager
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af ritarastörfum er kostur
- Jákvætt viðmót, þjónustulipurð og hæfni í samskiptum
- Áhugi á að sinna fólki með geðvanda og fjölskyldum þeirra
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki og útsjónarsemi
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Góð tölvukunnátta er skilyrði, þekking á Sögukerfi Landspítala er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, skrifstofumaður, heilbrigðisritari, ritari, skrifstofustörf, móttaka
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5