Hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild
Móttökugeðdeild Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er skv. samkomulagi og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi skipulagshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og einlægan áhuga á geðhjúkrun. Boðið er uppá einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila.
Móttökugeðdeild er 17 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Unnið er að eflingu þverfaglegrar teymisvinnu. Á deildinni er góður starfsandi, frábært samstarfsfólk og boðið er upp á tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu og hæfni í geðhjúkrun.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Skipuleggur og forgangsraðar störfum sínum með tilliti til þarfa sjúklinga
- Ber ábyrgð á meðferð og öryggisþáttum, samkvæmt starfslýsingu
- Starfar í fjölfaglegum teymum við umönnun og meðferð einstaklinga með bráð geðræn einkenni
- Hvetur, leiðbeinir og veitir víðtækan stuðning við nema og ófaglært starfsfólk
- Tekur þátt í umbótastarfi og þróun þjónustunnar
- Stuðlar að góðum samstarfsanda
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af geðhjúkrun er æskileg
- Áhugi á geðhjúkrun
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni 5/5